Slökkviliðið kallað út vegna kattarmats sem gleymdist á eldavél

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) var kallað út í nótt vegna reyks í íbúð í vesturbænum. Íbúðin var mannlaus og gerðu nágrannar lögreglu aðvart sem kallaði út slökkviliðið. Að sögn SHS gleymdist kattarmatur á eldavél í íbúðinni. Engin eldur var laus í en talsverður reykur hafði myndast. Slökkviliðið reykræsti íbúðina.

Þá var slökkviliðið kallað út í Rofabæ á ellefta tímanum í gær, en kveikt hafði verið í gám. Að sögn SHS var talsverður eldur í gáminum þegar slökkvilið bar að en greiðlega gekk þó að slökkva hann. Engin hætta stafaði af þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert