Landbúnaðarráðherra hefur ákveðið að lækka svokallað útflutningshlutfall kindakjöts í haust. Þetta hlutfall verður 4-10%, en það þýðir að 7-8% framleiðslunnar verða flutt á erlenda markaði, eða um 700 tonn.
Verulega hefur dregið úr útflutningi á lambakjöti síðustu ár. Árið 2004 voru 36% framleiðslunnar flutt úr landi. Í fyrra var útflutningurinn nálægt 16% og í ár verður enn dregið úr útflutningi. Fyrir bændur þýðir þessi breyting verðhækkun á afurðum vegna þess að hærra verð fæst fyrir kjötið innanlands.