Pólverjar mynda stærsta hóp innflytjenda hér á landi, en þrátt fyrir að menntunarstig þeirra sé almennt hátt heyrir til undantekninga að þeir fari úr frumframleiðslu í störf sem krefjast meiri menntunar, jafnvel þótt þeir hafi búið á Íslandi í fleiri ár. Þetta kemur fram í grein Kára Gylfasonar sagnfræðinema í Morgunblaðinu á sunnudag.
Kári rannsakaði hagi pólskra innflytjenda hér á landi, sem voru fáir fyrir 1980, en fjölgaði verulega á níunda áratugnum. Árið 1991 bjuggu hér um 500 pólskir ríkisborgarar. Í fyrra bjuggu hér 3.629 einstaklingar sem flutt höfðu frá Póllandi og eru þeir langstærsti innflytjendahópurinn. Fjöldi þeirra var þá tæplega 14.000 eða 4,6% af íbúum landsins. Hlutfallið hefur vaxið hratt, var 1,8% 1995 og 1,4% 1980.
Rannsókn Kára sýndi að fjórðungur pólskra innflytjenda sem komu hingað fyrir 1995 býr enn á Íslandi.