Strákum í 5.-7. bekk grunnskólans líður verr en stelpum á sama aldri. Þetta er ein niðurstaða rannsóknar sem Rannsóknir & greining í Háskólanum í Reykjavík unnu í fyrra um líðan barna. Í rannsókninni kemur einnig fram að af þeim áhrifaþáttum sem skoðaðir voru hafði einelti mest tengsl við líðan. Aftur á móti virðast hjúskaparstaða foreldra, tómstunda- og frístundastarf og líkamleg hreyfing hafa lítil áhrif á líðan barna.
Þegar þau börn sem leið illa voru skoðuð sérstaklega kom í ljós að þau höfðu frekar verið lögð í einelti en þau sem leið betur.
Inga Dóra Sigfúsdóttir, ein þeirra sem sáu um gerð rannsóknarinnar, segir þennan mun á líðan kynjanna hafa greinst hjá eldri krökkum en nú hafi hann einnig greinst hjá þeim yngri. Strákum semji verr við kennara, líði verr í skólanum og gangi ekki jafn vel og stúlkum. Einnig semji þeim verr við foreldra sína en stúlkum.
Hún segir nauðsynlegt að rannsaka þennan kynjamun frekar því óviðunandi sé að hann skuli vera til staðar í þekkingarþjóðfélagi.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.