KB banki spáir 7% lækkun fasteignaverðs að raunvirði

mbl.is

Fasteignaverð hefur nær staðið í stað að raunvirði síðastliðna 6 mánuði sem er bæði til marks um aukna verðbólgu og minni umsvif á markaði, að sögn Greiningardeildar KB banka. Samkvæmt spá Greiningardeildar KB banka mun fasteignaverð lækka um 7% að raunvirði á næstu fjórum ársfjórðungum og er sú lækkun einkum rekin áfram af aukinni verðbólgu. Þetta kemur fram í sérriti Greiningardeildarinnar um fasteignamarkaðinn.

„Þegar litið er til vísbendinga um eftirspurn á fasteignamarkaði virðist allt bera að sama brunni – áhugi eða geta til fasteignakaupa virðist fara þverrandi í takt við hækkandi fjármagnskostnað og niðursveiflu í efnahagslífinu.”

Útlit er fyrir að vel yfir 4.000 nýjar íbúðir komi inn á markaðinn í ár. Til samanburðar komu um 3.100 nýjar íbúðir inn á markaðinn á seinasta ári en að meðaltali komu um 1.875 nýjar íbúðir árlega inn á markaðinn á árunum, samkvæmt KB banka.

Þörfin eftir nýju húsnæði óx verulega eftir 1990 þegar börn eftirstríðskynslóðarinnar komust á fasteignakaupaaldur. Á allra síðustu árum hefur fjölgun fullorðinna tekið mikinn kipp með auknum innflutningi fólks. borgarskipulagi er aðeins um 28% fyrirhugaðra íbúða í Reykjavík vestan Elliðaáa sem líklega felur það í sér að aðeins um 10% nýbygginga á landinu muni koma á því svæði. Ef staðkvæmd íbúðarhúsnæðis á milli hverfa er takmörkuð – það er fólk vill ógjarna færa sig á milli svæða eða fara frá miðju til jaðars – mun það leiða til þess að fasteignaverð í miðbænum mun verða mun stöðugra en í úthverfunum, að því er segir í riti KB banka.

Þörfin eftir nýju húsnæði óx verulega eftir 1990 þegar börn eftirstríðskynslóðarinnar komust á fasteignakaupaaldur. Á allra síðustu árum hefur fjölgun fullorðinna tekið mikinn kipp með auknum innflutningi fólks.

Eitt þúsund íbúðir umfram þörf

Miðað við þá ofangreinda fjölgun fullorðinna árið 2006 gerir Greiningardeild ráð fyrir að um 3.300 íbúðir þurfi í ár til að fullnægja eftirspurnarþörf. Hins vegar stefnir allt í að í ár verði byggðar um 4.200 íbúðir sem er tæplega 1.000 íbúðum umfram þörf.

Lækkun fjármagnskostnaðar samfara lægri verðbólguvæntingum gæti þá hleypt nýju lífi í eftirspurn á fasteignamarkaði. Samt bendir flest til þess að það muni taka um 2-3 ár fyrir fasteignamarkaðinn að taka aftur við sér með hækkunum samhliða því sem efnahagslífið mun aftur stefna í uppsveiflu upp úr 2009.

Þótt skuldir vegna húsnæðis hafi vaxið á undanförnum árum hefur eiginfjárhlutfall heimilanna samt sem áður batnað að meðaltali þar sem virði íbúðarhúsnæðis hefur vaxið hraðar en aukning skulda. Verðtryggð langtímalán heimila námu um 47% af verðmæti alls húsnæðis hérlendis árið 2001 en voru 46% árið 2005.

Sérrit KB banka um fasteignamarkaðinn

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert