Varað við stormi á miðhálendinu

Stormi er spáð á miðhálendinu.
Stormi er spáð á miðhálendinu. loftmyndir

Veðurstofan varar við stormi á miðhálendinu á morgun, sunnan og suðaustan 18 til 23 m/s á morgun og talsverðri rigningu sunnan- og vestan til. Fólk er varað við því að vera á ferli á miðhálendinu, sérstaklega ef það er á bílum með fellihýsi í eftirdragi.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sagði í hádegisfréttum ríkisútvarpsins að strax í kvöld verði strekkingsvindur á vestanverðu landinu og að mikil lægð sé að nálgast landið, óvenjumikil miðað við árstíma. Fyrir hádegi hafi verið 18 m/sek í Grundarfirði þannig að þegar sé orðið hvasst. Hann vari fólk við því að vera uppi á jöklum og miðhálendinu, vindurinn muni taka það vel í.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert