Sex Íslendingar, þar af eitt ungabarn, standa nú við rútur á vegum norskra yfirvalda, í Beirút í Líbanon og bíða þess að fá að vita hvort þeir komist með þeim en rúturnar eiga að leggja af stað innan nokkurra mínútna til Sýrlands. Már Þórarinsson flugvirki sagi í samtali við blaðamann mbl.is rétt í þessu að Íslendingunum hefði verið sagt að þeir kæmust ekki með þar sem rúturnar væru fullar og Norðmenn gengju fyrir.
"Það er búið að lifa ráðherrum á Íslandi að við komumst með en nú er okkur sagt að það sé ekki pláss," sagði hann. Þá sagði hann alls óvíst hvenær Íslendingunum gefist næst möguleiki á að komast úr landi, fái þeir ekki að fara með rútunum í dag.