Fyrstu kartöflur sumarsins teknar upp

Bræðurnir Birkir og Guðjón Ármannssynir í Vesturholti taka upp kartöflur …
Bræðurnir Birkir og Guðjón Ármannssynir í Vesturholti taka upp kartöflur í morgun.

Fyrstu kartöflur sumarsins voru teknar upp í Þykkvabænum í morgun og er von á kartöflunum í verslanir á höfuðborgarsvæðinu fyrir hádegi í dag. Að sögn Sölufélags garðyrkjumanna má vænta nýrrar sendingar daglega í verslanir næstu vikurnar eða þar til hefðbundin kartöfluuppskera hefst um miðjan ágúst.

Það var Birkir Ármannsson, bóndi í Vesturholti í Þykkvabæ, sem reið á vaðið í morgun og tók upp eitt og hálft tonn af premier kartöflum sem verða seldar í verslunum Bónus í Holtagörðum og Smáratorgi fyrir hádegi í dag.

Á næstu dögum munu fleiri bændur byrja að taka upp kartöflur og senda í verslanir samdægurs. Bryddað var upp á þessari nýbreytni í fyrra og seldust kartöflurnar upp dag eftir dag, að sögn Sölufélags garðyrkjumanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert