Rússneska seglskipið Sedov lagðist við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn í dag. Um er að ræða stærsta seglskip heims en það er fjögurra mastra og tæpir 118 metrar á lengd. Skipið þjónar nú sem skólaskip Tækniháskólans í Múrmansk og um borð eru 110 kadettar ásamt 50 manna áhöfn. Skipið verður til sýnis fyrir almenning á morgun kl. 10-22.