Úrskurðarnefnd um upplýsingamál úrskurðaði í byrjun þessa mánaðar að Ríkiskaupum bæri að veita Atlantsolíu aðgang að rammasamningum um eldneytiskaup fyrir ríkið, sem stofnunin gerði við Skeljung og Olíufélagið árið 2003 og framlengdi á þessu ári.
Skoraði Atlantsolía á Ríkiskaup að framlengja ekki samninginn við Skeljung og Olíufélagið á þeim forsendum að nýtt olíufélag hefði bæst í hópinn, afslættir til almennings, atvinnubílstjóra og stórnotenda hefðuaukist auk þess sem ríkið væri að undirbúa skaðabótamál vegna verðsamráðs gagnvart þeim aðilum sem nú hefðu samninginn.
Forráðamenn Atlantsolíu töldu úrskurðinn vera mikinn sigur fyrir Atlantsolíu og hagsmuni almennings.
Úrskurðinn kváðu upp Páll Hreinsson, formaður, Friðgeir Björnsson og Sigurveig Jónsdóttir.