Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú fjögur umfangsmikil fjársvikamál þar sem rúmlega 20 milljónum króna hefur verið stolið rafrænt með millifærslum af reikningum fólks í gegnum heimabanka. Þjófarnir hafa bæði notast við tölvur erlendis frá og einnig hefur þetta verið stundað í íslenskum tölvum og peningarnir síðan sendir til eins af Eystrasaltslandanna.
Í fyrsta málinu sem kom upp í október í fyrra voru fjárhæðirnar færðar yfir á tvo innlenda bankareikninga og síðan sendar erlendis með Western Uninon peningaflutningafyrirtækinu.
Fréttablaðið skýrir frá því í dag að um umtalsverðar fjárhæðir hafi væri að ræða og eru íslensku mennirnir sem létu nota bankareikninga sína við peningaþvottinn menn sem höfðu áður komið við sögu hjá lögreglunni.