Umhverfis- og fegrunarátak hófst formlega í Breiðholti í Reykjavík í morgun undir slagorðinu Tökum upp hanskann fyrir Reykjavík. Átakið hófst á þremur stöðum, í neðra Breiðholti við Breiðholtsskóla, í Fella- og Hólahverfi við Breiðholtslaug við Austurberg og í Seljahverfi við Hólmasel. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, var mættur þegar átakið hófst í morgun í Fella- og Hólahverfi þar sem hann býr.