Umsóknir um kennitölur fyrir 100 útlendinga á dag

Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is
Mikil fjölgun hefur orðið á umsóknum vinnuveitenda vegna beiðna um útgáfu kennitalna fyrir erlenda ríkisborgara hjá Þjóðskrá upp á síðkastið. Hafa umsóknir oft farið vel yfir 100 á dag.

„Hjá Þjóðskrá er óbreyttur starfsmannafjöldi þannig að þessi sérstaka umsóknaaukning hefur dregið úr afgreiðsluhraða," segir Skúli Guðmundsson, skrifstofustjóri Þjóðskrár, og bætir við að mikið rýmra sé um för fólks um EES-svæðið og að meiri hreyfing virðist vera á atvinnulífinu en áður.

Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert