Hverfisráð Árbæjar mótmælir því að strætóleiðin S 5 var felld niður

Hverfisráð Árbæjar var einhuga í mótmælum gegn ákvörðun stjórnar Strætó að fella niður hraðleiðina, S 5, sem þjónar Árbæjarhverfi. Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi ráðsins í morgun og verður hún send borgarráði.

Í samþykkt hverfisráðsins segir m.a: „Hverfisráð Árbæjar mótmælir þeirri ákvörðun stjórnar Strætó bs. að fella niður leið S 5 sem þjónaði Árbæjarhverfi. Hraðleiðin tengir hverfið við marga helstu vinnustaði landsins án þess að þurfi að skipta um vagn. Í Árbæjarhverfi eru engir framhaldsskólar og er þetta mikil þjónustuskerðing við þá nemendur sem búa í Árbæjarhverfum og stunda nám í Verslunarskólanum, HÍ, HR, MH og MR auk þeirra íbúa sem sækja vinnu á þessi svæði og nota almenningssamgöngur.”

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert