Starfshópur á vegum menntamálaráðuneytisins hefur lagt til að lengja kennaranám í Kennaraháskóla Íslands verði lengt í fimm ár. Menntamálaráðherra kynnti skýrslu starfshópsins á ríkisstjórnarfundi í gær. Ólafur Proppé rektor Kennaraháskólans sagði að kennaranám á Íslandi væri með því alstysta sem gerist í nágrannalöndunum og að skólastarfið væri orðið svo flókið og margbrotið að lengja þurfi kennaranám.