Business Britain Magazine velur Avion Group besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutninga

Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Avion Group með viðurkenningarskjöldinn sem Business Britain …
Magnús Þorsteinsson stjórnarformaður Avion Group með viðurkenningarskjöldinn sem Business Britain Magazine veitti félaginu.

Avion Group hefur verið valið besta alhliða þjónustufyrirtækið á sviði flutninga árið 2005 til af Business Britain Magazine. Í fréttatilkynningu frá Avion Group segir að í yfirlýsingu Business Britain segir að Avion Group hafi sýnt mjög metnaðarfulla frammistöðu frá stofnun í upphafi árs 2005 og að þróun þess hafi ekki einungis verið hröð í hefðbundinni flutningastarfsemi heldur hafi félagið einnig breikkað þjónustuframboð sitt til muna á skömmum tíma.

Þá segir að fram komi í yfirlýsingunni að mikilvægi flutninga í starfsemi fyrirtækja í framtíðinni muni sífellt aukast og að litið hafi verið til ýmissa þátta við valið á fyrirtæki ársins, á þessu sviði. Þannig hafi m.a. verið tekið tillit til umfangs og gæða þjónustunnar, arðsemi fjárfestinga, markaðs- og kynningarmála, sveigjanleika, öryggis, sýnileika og heimasíðna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert