Ríkisstjórn Líbanons í raun orðin valdalaus

Eftir Baldur Arnarsson baldur@mbl.is
Ingibjörg Þórðardóttir, stríðsfréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, í Líbanon sagði í viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að líbanskir ráðamenn, sem hún ræddi við í gærdag, hefðu viðurkennt að hafa misst stjórn landsins í hendur liðsmanna Hizbollah-hreyfingarinnar.

„Líbanskir ráðamenn viðurkenna að ríkisstjórnin sé í raun orðin valdalaus andspænis Hizbollah," sagði Ingibjörg. „Þeir segja að hreyfingin sé nú valdameiri en þeir sjálfir. Það var Hizbollah sem fór í stríð við Ísrael og það er ákveðin hætta að hreyfingin komi út úr þessu sterkari en áður."

Ingibjörg sagði þróunina ógn við stjórnskipulag landsins.

„Allir innviðir eru farnir," sagði Ingibjörg. „Stjórnin viðurkennir að hún hafi ekki þau völd sem stjórnir eiga að hafa í eðlilegum lýðræðislöndum. Það hefur því myndast mikil spenna innan stjórnkerfis landsins."

Nánar er rætt við Ingibjörgu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert