Lífeyrisgreiðslur um 2.500 öryrkja skerðast

Eft­ir Gunn­ar Pál Bald­vins­son gunnar­pall@mbl.is
Líf­eyr­is­greiðslur til 20% allra ör­orku­líf­eyr­isþega munu að óbreyttu skerðast eða verða al­gjör­lega felld­ar niður frá og með 1. nóv­em­ber næst­kom­andi. Kem­ur þetta til vegna þess að viðkom­andi ör­yrkj­ar hafa haft hærri tekj­ur en þeir höfðu áður en þeir urðu fyr­ir orkutapi en fram­kvæmda­stjóri Land­sam­bands líf­eyr­is­sjóða seg­ir að sam­kvæmt samþykkt­um líf­eyr­is­sjóðanna beri þeim ekki að greiða út ör­orku­líf­eyri í slík­um til­fell­um.

Greiðslu­stofa líf­eyr­is­sjóða hef­ur staðið fyr­ir um­fangs­mik­illi at­hug­un á tekj­um ör­yrkja til að kanna hverj­ar þær voru áður en ör­ork­an kom til og bera sam­an við nú­ver­andi tekj­ur. Hrafn Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Land­sam­bands líf­eyr­is­sjóða, seg­ir að heild­ar­tekj­ur ör­orku­líf­eyr­isþega hjá líf­eyr­is­sjóðum séu í all­mörg­um til­vik­um um­fram þau viðmiðun­ar­mörk sem kveðið sé á um í samþykkt­um og regl­um líf­eyr­is­sjóðanna. Til mats á því hvort tekju­skerðing hafi orðið skuli miðað við tekj­ur sjóðfé­lag­ans síðustu árin fyr­ir orkutapið. Hafi heild­ar­tekj­ur ör­yrkja í raun hækkað eft­ir orkutap eigi hann ekki rétt á ör­orku­líf­eyri frá líf­eyr­is­sjóðunum. „Sam­kvæmt samþykkt­um líf­eyr­is­sjóðanna eiga sjóðirn­ir að greiða þeim bótaþegum sem verða fyr­ir tekju­skerðingu eft­ir ör­ork­una. Mark­miðið með ör­orku­líf­eyr­is­greiðslum frá líf­eyr­is­sjóðum hef­ur aldrei verið að viðkom­andi ör­orku­líf­eyr­isþegar geti fengið hærri tekj­ur eft­ir orkutap held­ur en þeir höfðu fyr­ir orkutapið," sagði Hrafn í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær. Þeir ör­yrkj­ar sem nú hafi fengið til­kynn­ingu frá líf­eyr­is­sjóði sín­um um að ör­orku­líf­eyr­ir­inn verði skert­ur eða felld­ur niður hafi hækkað í tekj­um vegna greiðsln­anna, sé miðað við árin fyr­ir orku­skerðingu.

14 líf­eyr­is­sjóðir munu breyta ör­orku­líf­eyr­is­greiðslum

Um er að ræða 14 líf­eyr­is­sjóði sem breyta munu ör­orku­líf­eyr­is­greiðslum með þess­um hætti en þeir vilja sam­ræma hvernig ör­orku­líf­eyr­ir­inn er greidd­ur út. Á und­an­förn­um árum hef­ur hlut­fall ör­orku­bóta af greiðslum líf­eyr­is­sjóðanna farið vax­andi og er ör­orku­líf­eyr­ir nú allt að 44% af heild­ar­greiðslum ein­stakra sjóða. Hrafn seg­ir að sjóðirn­ir fari fylli­lega eft­ir þeim regl­um sem sett­ar hafi verið um starf­semi þeirra og þeir hafi ekki óskað eft­ir end­ur­greiðslum á þeim líf­eyri sem of­greidd­ur hafi verið. „Fólk hef­ur tíma til 1. nóv­em­ber til að koma með leiðrétt­ing­ar sem skýrt geta hvers vegna það hafði svo lág laun á viðmiðun­ar­tíma­bil­inu fyr­ir orkutapið," seg­ir Hrafn. Hann seg­ir að reynt hafi verið að hafa sam­ráð við Öryrkja­banda­lagið vegna breyt­ing­anna en án ár­ang­urs.

„Afar kald­hæðnis­legt"

Sig­ur­steinn Más­son, formaður Öryrkja­banda­lags Íslands (ÖBÍ), gagn­rýn­ir með hvaða hætti ráðstöf­un líf­eyr­is­sjóðanna 14 kem­ur til og seg­ir ekk­ert sam­ráð hafa verið haft við ÖBÍ um þess­ar breyt­ing­ar. Það sé baga­legt enda verði afar stór hóp­ur ör­yrkja fyr­ir tekju­skerðingu. Um sé að ræða í kring­um 2.500 manns eða 20% ör­orku­líf­eyr­isþega en meiri­hluti þeirra muni missa all­an ör­orku­líf­eyri. „Það er ljóst að í sum­um til­fell­um er um að ræða um­tals­verðan hluta heild­ar­tekna fólks. Ég furða mig á að þessi bréf séu send út án sam­ráðs við ÖBÍ þegar um svo stóra ákvörðun er að ræða," seg­ir Sig­ur­steinn. Hryggi­legt sé að þetta ber­ist ör­yrkj­um nú þegar langþráðum áfanga sé náð varðandi ein­föld­un á al­manna­trygg­inga­kerf­inu og hækk­un á greiðslum til bótaþega al­manna­trygg­inga. "Það er afar kald­hæðnis­legt að við séum að fást við þess­ar al­ræmdu tekju­teng­ing­ar, nú þegar loks­ins er þver­póli­tísk­ur skiln­ing­ur á því að einn versti óvin­ur ör­yrkja og aldraðra er ein­mitt þess­ar tekju­teng­ing­ar."
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert