Lýst eftir útibekk sem unglingar smíðuðu

Bekkurinn góði.
Bekkurinn góði.

Vandaður útibekkur, sem umhverfishópur Vinnuskóla Reykjavíkur smíðaði og setti við bakka Elliðaáa, hvarf í vikunni. Ástæðan er enn ókunn en hópurinn vill fá bekkinn aftur enda lögðu unglingarnir metnað sinn í að gera hann sem bestan úr garði.

Umhverfishópurinn fékk efnivið til að að vinna og smíða bekkinn. „Þau gerðu bekkinn frá grunni og voru bæði stolt og ánægð með árangurinn,“ segir Jóhann Jökull Ásmundsson leiðbeinandi hópsins, á heimasíðu Umhverfissviðs Reykjavíkur.

Bekkurinn var settur við bakka Elliðaáa fyrir neðan Fella- og Hólakirkju en í gær uppgötvaðist að hann var horfinn og í grennd við staðinn mátti sjá hjólför bifreiðar.

Heimasíða Umhverfissviðs

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert