Mótmælendur handteknir við Desjarárstíflu

Lögreglan flytur nú á bilinu 10-15 mótmælendur til Egilsstaða sem höfðu hlekkjað sig við vinnuvélar við Desjarárstíflu á Kárahnjúkasvæðinu á tólfta tímanum í dag. Að sögn Haraldar Alfreðssonar, staðarverkfræðings Landsvirkjunar, fóru mótmælendurnir inn á afmarkað vinnusvæði og hlekkjuðu nokkrir þeirra sig við vinnutæki. Lögreglan var kölluð á staðinn og handtók mótmælendurna. Ekki kom til neinna átaka milli lögreglu og mótmælenda að hans sögn.

Að sögn Óskars Bjartmarz, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, er verið að flytja fólkið til Egilsstaða þar sem tekin verður skýrsla af þeim. Hann segist ekki vita að svo stöddu hvort Íslendingar hafi átt hlut að máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert