Ekki líkur á að bensínverð breytist mikið í bráð

Olíufélagið segir á heimasíðu sinni, að ekki séu að óbreyttu líkur á að verð á bensíni muni breytast mikið á allra næstu vikum. Óróinn í Miðausturlöndum kunni þó að valda því að verðið hækki og hugsanlega einnig fellibyljir í Bandaríkjunum.

Hins vegar muni aðrir hlutir hafa áhrif til hækkunar á tímabilinu frá 20. ágúst og fram í byrjun september, en þá muni eftirspurnin í Bandaríkjunum eftir bensíni væntanlega aukast verulega og verðið hækka vegna þess en það ætti síðan að lækka aftur á bilinu 5. til 10. september.

Olíufélagið segir, að algengasta verð á 95 oktana bensíni hafi um sl. mánaðamót verið 130,90 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu á þjónustustöð en það sé algengasti söluferillinn hér á landi. Til samanburðar var verð í Danmörku á þessum tíma 133,91 króna, í Noregi 142,80 krónur, í Hollandi 138,92 krónur, í Bretlandi 130,78 krónur og 60,75 krónur í Bandaríkjunum. Olíufélagið bendir á að skattar hins opinbera séu mjög mismunandi í löndunum og einnig skipti staða gjaldmiðils gagnvart öðrum gjaldmiðlum verulega miklu máli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka