Umhverfisspjöll á Arnarvatnsheiði

Stórar holur hafa verið grafnar til efnistöku við gerð nýja …
Stórar holur hafa verið grafnar til efnistöku við gerð nýja vegaslóðans. Myndin er birt með leyfi Ferðaklúbbsins 4x4.

Einn meðlima í ferðaklúbbnum 4x4 átti leið um Arnarvatnsheiði um helgina og hefur vakið athygli á umhverfisspjöllum sem þar virðast hafa verið unnin þar. Svo virðist sem slóðinn sem liggur frá Helluvaði í Norðlingafljóti upp að Krókavatni á sunnanverðri heiðinni hafi verið endurbættur og á köflum lagður nýr slóði og efni til þess verks hefur verið tekið þar sem verða vill á leiðinni og svöðusár verið skilin eftir í jarðveginum.

„Þegar ég ók þarna um og var búinn að sjá nokkuð mörg svona svöðusár ofbauð mér svo að ég steig út og tók þessar myndir," sagði meðlimur í Ferðaklúbbnum 4x4 sem vildi ekki láta nafns síns getið.

Dagur Bragason, sem er í umhverfisnefnd klúbbsins, sagði að málið væri í athugun þar. Hann sagði að það liti út fyrir að þarna væri ný vegagerð við hlið slóðans. „Ég kannaði þetta aðeins í gær og komst að því að það hafa ekki verið neinar opinberar framkvæmdir á þessum slóðum síðan 2004," sagði Dagur í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Telja klúbbmeðlimir að hugsanlegt sé að þarna hafi skipulagslög verið brotin.

Heimasíða 4x4

Meðlimi í Ferðaklúbbnum 4x4 blöskraði umhverfisspjöllin. Myndin er birt með …
Meðlimi í Ferðaklúbbnum 4x4 blöskraði umhverfisspjöllin. Myndin er birt með leyfi Ferðaklúbbsins 4x4.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert