Yfir 9.000 skráðir í Reykjavíkurmaraþon

Margir fengu sér pasta í Laugardalshöll í kvöld til að …
Margir fengu sér pasta í Laugardalshöll í kvöld til að búa sig undir hlaupið á morgun. mbl.is/Eyþór

Samkvæmt upplýsingum frá skipuleggjendum Reykjavíkurmaraþons hafa nú 9.249 skráð sig til þátttöku í hlaupinu á morgun, þar af um 4.000 í Latabæjarmaraþonið. Verið er að taka tölur endanlega saman og gæti talan því breyst eitthvað. Miðað við þær tölur sem nú er að fá eru 444 skráðir til leiks í maraþon, þ.e. 42 km hlaup, 805 í hálfmaraþon, 2.200 í 10 km hlaup, 1.800 í 3 km hlaup og eins og fyrr segir 4.000 í Latabæjarmaraþon, sem er 1,5 km. Í fyrra tóku 5.150 hlauparar þátt og höfðu þá aldrei verið fleiri og stefnir því í glæsilegt þátttökumet á morgun.

mbl.is/
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert