Guðni Ágústsson endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins

Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins
Guðni Ágústsson var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins Sverrir Vilhelmsson

Guðni Ágústson, landbúnaðarráðherra, var endurkjörinn varaformaður Framsóknarflokksins, en nú stendur yfir flokksþing Framsóknarflokksins á Hótel Loftleiðum. Fékk Guðni 60,91% atkvæða en Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra fékk 36,54% atkvæða. 841 var á kjörskrá en alls greiddu 718 atkvæði.

Guðni þakkaði Jónínu góða og drengilega kosningabaráttu og fyrir að láta hann hafa fyrir embættinu. Guðni þakkaði Halldóri fyrir hans góðu störf og þeirra langa farsæla samstarf. Guðni segir að hann og Jón Sigurðsson eigi góða og langa sögu sem vinir og lýsti því þegar Jón kom og lagði þökur við heimili Guðna og Margrétar konu hans. Jóni tókst, að sögn Guðna, að leggja græna hlutann upp, og því sé óhætt að segja að Jón kunni vel til verka. Guðni talaði einnig til Sivjar Friðleifsdóttur er hann flutti ræðu að loknu kjöri. Sagði Guðni að hún yrði áfram í fylkingarbrjósti Framsóknarflokksins enda mikil baráttukona.

Nú er að hefjast kosning í embætti ritara. Fjórir eru í kjöri til embættis ritara: Birkir Jón Jónsson, Haukur Logi Karlsson, Kristinn H. Gunnarsson og Sæunn Stefánsdóttir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert