Tæplega 10.000 manns hlupu í Reykjavík í dag

Hlaupið af miklum móð í Reykjavík.
Hlaupið af miklum móð í Reykjavík. mbl.is/Júlíus

Þúsundir karla og kvenna hafa hlaupið maraþon í dag en það var Tékkinn Jiri Wallenfels sem kom fyrstur karla í mark í heilmaraþoni í dag, en hann hljóp á tímanum 2:33:32. Nathalie Freyling frá frá Frakklandi kom fyrst kvenna í mark í heilmaraþoninu á tímanum 3:34:36.

Í hálfmaraþoninu var Michael Pieter Woerden frá Hollandi fyrstur í mark á tímanum 1:15:29. Veronika Sigríður Bjarnadóttir kom fyrst kvenna í mark á tímanum 1:32:04 og varð þar með Íslandsmeistari, en hálfmaraþonið var Íslandsmeistarakeppni.

Alls tóku 487 þátttakendur þátt í heilmaraþoninu í ár. 920 tóku þátt í hálfmaraþoninu en 2.316 tóku þátt í 10 km hlaupinu. Flestir hlupu Latabæjarmaraþonið eða 4.169 manns. Þá hlupu 1.957 í þriggja km hlaupinu. Alls gerir þetta 9.848 hlaupara sem tóku þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag.

Í 10 km hlaupi karla sigraði Stefán Guðmundsson á tímanum 34:46. Jóhanna Skúladóttir Ólafs var fyrst í flokki kvenna á tímanum 39:24.

Úrslitin í heild má finna á hlaup.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert