Afhjúpaði minningarskjöld á Íslandstorginu í Tallinn

Geir H. Haarde, forsætisráðherra, afhjúpaði í dag, að viðstöddum forsætisráðherra og utanríkisráðherra Eistlands, minningarskjöld um að 15 ár eru frá því að Ísland varð fyrst ríkja til að viðurkenna endurheimt sjálfstæðis Eistlands.

Skjöldurinn er við Íslandstorg í Tallinn, en forsætisráðherra er nú í opinberri heimsókn í Eistlandi ásamt eiginkonu sinni frú Ingu Jónu Þórðardóttur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert