Hval rak á land í sumar í Steingrímsfirði innan við Hólmavík skammt frá svonefndum Rostungskletti. Um er að ræða svonefnan hnyði, sem er lítill tannhvalur af höfrungakyni. Fram kemur á fréttavefnum Strandir.is, að hvalurinn virðist hafa drepist við að ala kálf.
Miklar hvalakomur hafa verið á Steingrímsfirði í sumar og segir á fréttavefnum, að vart hafi liðið sá dagur undanfarið að ekki hafi verið tilkynnt um einn eða fleiri hvali á sveimi í firðinum.