Atlantsolía ætlar að opna bensínstöð á Selfossi

Merki Atlantsolíu.
Merki Atlantsolíu. mbl.is/Þorkell

Atlantsolía hefur fengið vilyrði fyrir lóð að Fossnesi 2 á Selfossi fyrir nýja bensínstöð með sjálfsafgreiðslu. Albert Þór Magnússon, framkvæmdastjóri Atlantsolíu, gerir ráð fyrir að undirbúningsferli og bygging stöðvarinnar taki um sex mánuði.

Mikil umferð er um Selfoss, ekki síst eigendur sumarhúsa í Biskupstungum þar á ferð, og sér Albert fyrir sér að Atlantsolía muni bæði þjóna þeim, Selfossbúum og öðrum Sunnlendingum. Frá þessu segir í tilkynningu frá Atlantsolíu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert