Vanir og óvanir þukluðu hrúta

Kristín Sigurrós

Hólmavík | Það ríkti mikil eftirvænting en jafnframt kátína hjá þeim fjölmörgu sem voru komnir í Sævang við Steingrímsfjörð í gær til að fylgjast með og taka þátt í meistaramóti í hrútadómum.

Um fjörutíu manns skráðu sig til leiks í hrútaþuklinu og skiptust nokkuð jafnt í flokk vanra þuklara og flokk óvanra og hræddra þuklara. Þeir vönu einbeittu sér að atriðum eins og hryggbreidd, læradýpt og öðru slíku meðan hinir óvönu mátu hrútana frekar eftir útliti, hegðun og kynþokka. Á meðan þuklararnir athöfnuðu sig héldu svokallaðir íhaldsmenn hrútunum í skefjum. Svo var að sjá sem hrútaþukl væri mikil fræðigrein og útheimti miklar spekúlasjónir.

Það var líka til mikils að vinna því í verðlaun voru handverksmunir úr héraðinu ásamt því sem vönu hrútaþuklararnir fengu að launum nokkra skammta af hrútasæði frá Búnaðarsamtökum Vesturlands.

Til að fullkomna sveitastemninguna var svo boðið upp á kjötsúpu að hætti Strandamanna og drekkhlaðið kaffihlaðborð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert