Árni uppfyllir skilyrði fyrir uppreist æru samkvæmt dómsmálaráðuneytinu

Árni Johnsen
Árni Johnsen

Vegna frétt­ar í Frétta­blaðinu 30. ág­úst 2006 um upp­reist æru fyr­ir Árna Johnsen vill dóms- og kirkju­málaráðuneytið taka fram, að um langt ára­bil hef­ur und­an­tekn­ing­ar­laust verið gerð til­laga til for­seta Íslands um upp­reist æru, ef um­sækj­andi full­næg­ir lög­form­leg­um skil­yrðum um, að hún sé veitt. Í því sam­hengi skipt­ir eðli brots eða saka­fer­ill ekki máli, því að ein­göngu er litið til þess, hvort skil­yrði séu upp­fyllt.

Meg­in­regl­an um upp­reist æru, eins og hún hef­ur verið fram­kvæmd und­an­farna ára­tugi, er í 3. mgr. 85. gr. al­mennra hegn­ing­ar­laga. Sam­kvæmt henni er hægt að veita upp­reist æru að liðnum 2 árum frá því að refs­ing er að fullu út­tek­in, fyrnd eða upp­gef­in.

Í frétta­til­kynn­ingu frá dóms­málaráðuneyt­inu kem­ur fram að Árni Johnsen var með dómi Hæsta­rétt­ar 6. fe­brú­ar 2003 dæmd­ur í 2 ára óskil­orðsbundna refsi­vist. Eins og regl­ur um upp­reist æru hafa verið túlkaðar telst refs­ing að fullu út­tek­in á þeim tíma er reynslu­lausn er veitt, ef viðkom­andi stenst skil­orð.

Þessi túlk­un er í sam­ræmi við um­mæli í grein­ar­gerð með lög­um nr. 16/​1976 sem breyttu al­menn­um hegn­ing­ar­lög­um nr. 19/​1940 og hef­ur einnig verið staðfest í 4. mgr. 65. gr. laga um fulln­ustu refs­inga nr. 49/​2005. Liðin eru rúm 2 ár frá því að Árni tók refs­ingu út að fullu og telst hann því upp­fylla lög­form­leg skil­yrði til að hljóta upp­reist æru.

Bent skal á til út­skýr­ing­ar, vegna at­huga­semda les­enda, að ,,upp­reist" er gam­alt orð sem þýðir hið sama og ,,upp­reisn", en ráðuneytið not­ar eldra orðið. Árni hlýt­ur því bæði upp­reist æru og upp­reisn æru.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert