Húsnæði í boði fyrir allt að sjö Pólverja

Til leigu er nú á vefsíðunni www.leiguskrá.is 180 fm húsnæði í Mosfellsbæ "fyrir allt að sjö Pólverja" eins og tilgreint er í auglýsingunni. Um er að ræða hús með nokkrum herbergjum og er verðið 19 til 29 þúsund krónur á mann á mánuði. Athygli vekur að sérstaklega er tekið fram að húsnæðið rúmi "allt að sjö Pólverja" og ekki síður að sagt er að aðeins eitt herbergi sé í húsinu.

Í auglýsingunni er símanúmer leigusalans gefið. Morgunblaðið hafði samband við manninn og sagði hann m.a. að í reynd væri um fimm herbergi að ræða. Ástæða þess að tilgreint væri eitt herbergi í hinu 180 fm húsnæði væri að annars myndi væntanlegur leigjandi með þörf fyrir eitt herbergi líta framhjá húsinu sem leigukosti. Og um ástæðu þess að biðlað er til allt að sjö Pólverja segir leigusalinn að hann sé þegar með nokkra pólska leigjendur í húsinu og þætti því öðrum Pólverjum gott að vita til þess að þeir myndu leigja með samlöndum sínum. Orðalagið "fyrir allt að sjö Pólverja" sé því ekki byggt á fordómum af neinu tagi.

Greiði sjö leigjendur 29 þúsund kr. á mánuði í leigu eru leigutekjur um 200 þúsund kr. á mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka