"Ekkert kaffi með í för"

Frá reiðtúrnum
Frá reiðtúrnum mbl.is/Friðrik Ársælsson

For­ráðamenn Eld­hesta buðu þing­mönn­um og sveit­ar­stjórn­ar­mönn­um í reiðtúr um Hengils­svæðið í gær. Þeir sem þáðu boðið voru þing­menn­irn­ir Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, Björg­vin Sig­urðsson og Stein­grím­ur J. Sig­fús­son auk Stef­áns Jóns Haf­steins, stjórn­ar­manns í OR, og Dag­bjart­ar Hann­es­dótt­ur, sveit­ar­stjórn­ar­manns í Ölfusi. Veðrið lék við knap­ana og svæðið skartaði sínu feg­ursta.

"Það sem við vor­um að reyna að gera í dag var að færa þá mynd sem við höf­um af virkj­ana­svæðinu á Kolviðar­hóli yfir á það svæði sem kallað er Ölkeldu­háls," seg­ir Hróðmar Bjarna­son, fram­kvæmda­stjóri Eld­hesta. Háls­inn hef­ur verið nefnd­ur sem hugs­an­leg­ur virkj­un­arstaður en nú er svæðið nýtt í skipu­lagðar göngu- og hesta­ferðir. "Ef virkj­un verður reist við Ölkeldu­háls er ekki leng­ur grund­völl­ur fyr­ir ferðamennsku á svæðinu," seg­ir Hróðmar og kveður eðli­legra að gerðar séu lang­tíma­áætlan­ir um nýt­ingu svæða sem þessa í stað þess að tekn­ar séu ákv­arðanir af skamm­sýni með stuttu milli­bili.

Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir sagði ferðina hafa heppn­ast vel í alla staði og verið áhuga­verða. Hún tek­ur und­ir það að stíga beri var­lega til jarðar í virkj­un­ar­fram­kvæmd­um á svæðinu. "Við eig­um að láta tækn­ina vinna með okk­ur og fara var­lega í því að fara inn á ný og óröskuð svæði," seg­ir Ingi­björg og bind­ur von­ir við að til­raun­ir með djúp­bor­un skili aukn­um af­köst­um þeirra virkj­ana sem fyr­ir eru á svæðinu. Aðspurð seg­ir Ingi­björg að ágæt­lega hafi farið á með þeim Stein­grími J. Sig­fús­syni. "Það var hins veg­ar ekk­ert kaffi með í för, þannig að við lét­um okk­ur blá­vatnið nægja," seg­ir Ingi­björg og skell­ir upp úr.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka