Hefði haft 5,7 milljörðum meira í tekjur

Jóhanna Sigurðardóttir
Jóhanna Sigurðardóttir

Ríflega 52 þúsund af tæplega 82 þúsundum framteljenda með fjármagnstekjur árið 2005 hefðu engan skatt greitt af fjármagnstekjum sínum ef fjármagnstekjuskattur hefði verið 15% í stað 10% við álagningu 2006, samkvæmt útreikningum Ríkisskattstjóra fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmann Samfylkingarinnar.

Forsenda útreikninganna var einnig að komið yrði á frítekjumarki þannig að einstaklingar með vaxtatekjur undir 100 þúsund krónum og hjón með 200 þúsund króna vaxtatekjur væru skattfrjáls. Ríkissjóður hefði þó haft við álagningu 2006 rúmlega 5,7 milljörðum meira í tekjur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert