Matvara hefur hækkað langt umfram vísitölu

Lágvöruverðsverslanir hafa hækkað verð á matvöru frá því í janúar og í mörgum tilfellum nema verðhækkanirnar á annan tug prósenta. Á sama tíma hefur vísitala matar- og drykkjarvöru hækkað um 6,4%.

Þetta kemur fram í samanburði sem verðlagseftirlit ASÍ hefur gert á verðkönnun sem gerð var í janúar síðastliðnum og könnun sem gerð var í síðustu viku í fjórum lágvöruverðsverslunum á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá verðlagseftirliti ASÍ að áberandi sé hversu mikil hækkun hefur orðið á mjólk og öðrum mjólkurafurðum á tímabilinu.

Verð á brauðmeti hefur einnig hækkað en verð á grænmeti og ávöxtum sveiflast að jafnaði talsvert eftir árstíma.

Aðspurð segir Henný Hinz, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, að nærtækasta skýringin á þessum hækkunum matvöru í lágvöruverðsverslunum sé að verið sé að vinna upp tapið sem varð á rekstri verslananna í fyrra þegar kröftugt verðstríð var í gangi milli búðanna.

Hún bendir ennfremur á að ekki sé hægt að skýra hækkanirnar eingöngu með gengi í´slensku krónunnar því hluti matvaranna, sem hafa hækkað í verði, sé framleiddur hér á landi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert