Margrét Frímannsdóttir hyggur ekki á áframhaldandi þingmennsku

Margrét Frímannsdóttir á Alþingi.
Margrét Frímannsdóttir á Alþingi. mbl.is

Margrét Frímannsdóttir, fyrsti þingmaður Samfylkingarinnar á Suðurlandi og formaður þingflokks Samfylkingarinnar tilkynnti á fundi kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi í dag að hún ætli ekki að bjóða sig fram í næstu þingkosningum.

Landsþing Ungra jafnaðarmanna sendi fyrr í dag frá sér yfirlýsingu þar sem Margrét var hvött til að bjóða sig áfram fram sem oddviti lista Samfylkingarinnar í kjördæminu. Þar segir að vinnusemi hennar og baráttuþrek hefur verið öðrum fordæmi og aflað henni mikils persónufylgis sem sé mikilvægt að nýtist Samfylkingunni í næstu alþingiskosningum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert