Utanríkisráðherra kynnir framboð Íslands í öryggisráð SÞ

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra
Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra mbl.is/ÞÖK

Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, heldur í dag á 61. allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Í tengslum við allsherjarþingið mun utanríkisráðherra meðal annars sitja fundi utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkja og utanríkisráðherra Norðurlanda. Ráðherra mun einnig sitja hádegisverðarfund ráðherra Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins.

Utanríkisráðherra mun eiga tvíhliða fundi með fjölda ráðherra, m.a. til að kynna framboð Íslands til setu í öryggisráði S.þ. á árunum 2009-2010. Einnig hefur ráðherra þegið boð utanríkisráðherra Bandaríkjanna um þátttöku í hringborðsumræðum um hvernig auka megi völd kvenna og þátttöku þeirra á hinum ýmsu sviðum samfélagsins, ekki síst í stjórnmálum og á vinnumarkaðnum, að því er segir í tilkynningu.

Utanríkisráðherra flytur ræðu sína á allsherjarþinginu þann 26. september og ávarpar íslensk-ameríska verslunarráðið þann 27. september. Fyrirhuguð heimkoma utanríkisráðherra er 28. september næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert