Árni Páll Árnason býður fram fyrir Samfylkingu í Suðvesturkjördæmi

Árni Páll Árnason, lögmaður og sérfræðingur í Evrópurétti, hefur ákveðið að gefa kost á sér í forystusveit Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, en prófkjör flokksins þar fer fram 4. nóvember nk. Árni Páll er fertugur að aldri og uppalinn í Kópavogi. Hann lauk lagaprófi frá HÍ 1991 og stundaði framhaldsnám í Evrópurétti 1991-1992. Hann var ráðgjafi Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra í Evrópumálum frá 1992-1994 og embættismaður í utanríkisþjónustunni frá 1994-1998. Hann hefur starfrækt eigin lögmannsstofu frá þeim tíma og sinnt ráðgjöf við ráðuneyti, opinberar stofnanir og stærri fyrirtæki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert