Ártúnsbrekkan lokuð eftir að vörubíll með glerfarm valt

mbl.is/Júlíus

Vörubíll með glerfarm valt fyrir neðan Ártúnsbrekkuna í Reykjavík fyrir stundu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem var kvatt á staðinn, urðu engin slys á fólki en brekkan er lokuð fyrir umferð til austurs frá Grensásvegi þar sem verið er að vinna að því að hreinsa götuna. Auk glersins mun einhver olía hafa lekið af bílnum. Talið er að gatan verði lokuð til klukkan hálf eitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert