Í morgun gerðu lögreglan á Selfossi, Lögreglan á Ísafirði, Lögreglan í Reykjavík og Lögreglan í Kópavogi húsleitir á nokkrum heimilum. Leitirnar voru gerðar á sama tíma á öllum stöðum. Tilefnið var ábending frá Interpol um að í gegn um tölvubúnað þessara heimila hefði verið hlaðið niður efni sem innihélt barnaklám. Á öllum heimilunum var lagt hald á tölvubúnað sem rannsaka þarf af tæknimönnum lögreglu. Mál þessi eru nú til rannsóknar og frekari upplýsingar verða ekki gefnar að sinni, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.