Rúm 60% landsmanna fylgjandi því að RÚV verði hlutafélag í ríkiseigu

Rúm 60% landsmanna eru fylgjandi því að Ríkisútvarpinu verði breytt í hlutafélag í ríkiseigu, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar Gallup. Þar kemur einnig fram að tæp 90% hafa jákvæða afstöðu til RÚV, og tæp 70% telja það mikilvægasta fjölmiðil þjóðarinnar.

Í niðurstöðunum könnunarinnar kemur einnig fram, að mikill meirihluti landsmanna er fylgjandi auglýsingum og kostunum í ríkismiðlunum og eru almennt ánægðir með dagskrá þeirra. Þá telja flestir að fréttaflutningur sé mikilvægasta hlutverk RÚV, og er það sá miðill sem landsmenn leita helst til eftir fréttum og fréttatengdu efni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert