Silfurberg fundið á Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið hefur samið um kaup á fimm tonnum af silfurbergi af Braga Björgvinssyni á Breiðdalsvík. Silfurbergið verður notað við viðgerðir á múrhúð leikhússins, en bergtegundin var notuð við húðun hússins þegar það var byggt. Var í fyrstu talið að framkvæma þyrfti viðgerðirnar án silfurbergs, enda um sjaldgæfa steintegund að ræða og flestar silfurbergsnámur hér á landi uppurnar eða friðaðar.

Nokkur fyrirhöfn verður að sækja silfurbergið til viðgerðanna skv. upplýsingum Þjóðleikhússins, en bergið er í talsverðri hæð í Suðurfjalli, innarlega í Breiðdal sunnanverðum. Er áætlað að bergnáminu ljúki í haust.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert