Fegrunarvika var nýlega haldin í leikskólanum Regnboganum við Bleikjukvísl á Ártúnsholti. Aðdragandi hennar var að bréf barst frá borgarstjóra þar sem skorað var á alla í Árbæjar- og Ártúnshverfi að taka þátt í fegrunarátaki laugardaginn 16. september sl. Leikskólinn er lokaður á laugardögum en vegna þess, fegrunarátak féll vel að vinnunni í leikskólanum þar sem þemað í skólanum er "að virða, vernda og njóta náttúrunnar", var skipulögð fegrunarvika í leikskólanum í aðdraganda átaks borgaryfirvalda.
Börnin sendu Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni borgarstjóra bréf og brást hann vel við og kom og hitti krakkana kl. 14 á föstudeginum 15. sept. og var hjálpast að við að fegra umhverfið við Elliðaár á síðasta degi fegrunarviku leikskólans. Börnin afhentu borgarstjóra rauða regnhlíf til afnota því það rigndi mikið þennan dag. Samkvæmt upplýsingum frá leikskólanum spurðu börnin borgarstjóra margs. Meðal spurninga voru þessar: "Vilhjálmur, getur þú ekki látið fullorðna fólkið hætta að henda rusli út um bílgluggann" og "Vilhjálmur, átt þú pollagalla?"