Ásatrúarfélag hefur farið í mál við íslenska ríkið fyrir meinta mismunun á trúfélögum. Hilmar Örn Hilmarsson, allsherjargoði, segir þetta lengi hafa verið í bígerð. Hilmar segir að málið verði dómtekið 1. nóvember og að félagsmenn ætli að láta á það reyna hvort raunverulegt jafnfræði sé með trúfélögum á Íslandi, en eins og staðan sé nú þá sé ekki svo.
„Það er stjórnarskrárbundið misrétti milli trúfélaga á Íslandi," segir Hilmar. Þjóðkirkjan fái meiri styrk frá ríkinu en önnur trúfélög. Kæran hafi verið lögð fram í vor og ríkisvaldið sótt um frest til að afla gagna í málinu.