Móðir átján ára drengs sem sérsveit lögreglunnar á Akureyri tók á 160 kílómetra hraða á klukkustund í gær, hringdi í lögregluna á Húsavík og bað hana um að haldleggja bifreið sonarins. Þá bað hún um að sonurinn yrði sviptur ökuleyfi og þakkaði lögreglu fyrir að hafa stöðvað hann þar sem hann hefði stofnað eigin lífi og annarra í hættu. Móðirin er skráður eigandi að bílnum, og verður hann í vörslu lögreglu þar til hann verður sóttur.