Róberti Marshall, forstöðumanni NFS, hefur verið sagt upp störfum en hann fékk uppsagnarbréf í hendur í dag. Þetta staðfesti Róbert í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins. Aðspurður segist hann ekki vita til þess hvort aðrir innan fyrirtækisins hafi fengið send uppsagnarbréf.
Aðspurður segir hann þetta ekki hafa komið sér á óvart úr því sem orðið var. „Ég er sáttur við þau störf sem ég hef unnið þarna og ég gerði það sem af mér var ætlast. Ég rak þessa einingu fyrirtækisins á áætlun og er sáttur við það, og stoltur af því að hafa tekið þátt í þessu verkefni með þessu frábæra fólki sem þarna vinnur,“ segir Róbert.
Hvað varðar framgöngu Róberts síðustu viku segir hann: „Ég gerði allt sem ég gat til að þessu yrði haldið áfram, innan fyrirtækisins og utan. Hvað sem mönnum finnst um það þá er ég ánægður og sáttur við mína framgöngu. Maður á að berjast fyrir því sem maður trúir á.“