Tuttugu sagt upp hjá NFS

00:00
00:00

Á stjórn­ar­fundi Dags­brún­ar í dag var ákveðið að breyta áhersl­um í rekstri NFS. Verður lögð meiri áhersla á net­miðil­inn vis­ir.is og um leið lækka til­kostnað í rekstri. Stöðugildi í starfs­manna­haldi NFS verða u.þ.b. 55 eft­ir breyt­ing­arn­ar en auk þess koma laus­ráðnir starfs­menn og verk­tak­ar að þess­ari starf­semi. 20 starfs­mönn­um er sagt upp störf­um, þar af 7 frétta- og dag­skrár­gerðarmönn­um.

Í frétta­til­kynn­ingu frá 365 seg­ir að á stjórn­ar­fundi Dags­brún­ar sem hald­inn var fyrr í dag voru tekn­ar ákv­arðanir um breytt­ar áhersl­ur í rekstri Nýju frétta­stof­unn­ar, NFS. Mark­miðið með breyt­ing­un­um er ann­ars veg­ar að lækka til­kostnað og hins veg­ar að leggja stór­aukna áherslu á þann þátt sem net­miðill­inn vis­ir.is leik­ur í fréttaþjón­ustu NFS; hvort sem um er að ræða ritaðan texta, tal­mál, lif­andi mynd­ir eða ljós­mynd­ir," að því er seg­ir í frétta­til­kynn­ingu.

Frétta­stjóri NFS verður sem fyrr Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son og aðstoðarfrétta­stjór­ar verða Þór Jóns­son sem mun ein­beita sér sér­stak­lega að sjón­varps­frétt­um Stöðvar 2 og Þórir Guðmunds­son, sem mun stýra frétta­flutn­ingi NFS á vis­ir.is og Bylgj­unni. Elín Sveins­dótt­ir verður fram­leiðslu­stjóri NFS. Sjón­varps­út­send­ing­ar NFS á sér­stakri rás verða aflagðar en frétt­ir flutt­ar á hefðbundn­um tím­um og tíðnisviðum Bylgj­unn­ar og Stöðvar 2 hér eft­ir sem hingað til.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert