Hléæfingaforrit fyrir tölvunotendur til ókeypis niðurhals á netinu

Nemendur í 4. bekk í Digranesskóla gera teygjur í teygjuhléi …
Nemendur í 4. bekk í Digranesskóla gera teygjur í teygjuhléi við tölvurnar. mbl.is

Nýtt hléæfingaforrit, Teygjuhlé fyrir börn og unglinga, var kynnt í Digranesskóla í dag og er hægt að sækja það án endurgjalds á vef Lýðheilsustöðvar. Forritið minnir fólk á að hvíla sig á tölvunni og gera æfingar með reglulegu millibili, einkum ætlað börnum og unglingum, en æfingarnar henta þó öllum aldurshópum.

Forritinu er ætlað að koma í veg fyrir þróun álagsmeiðsla hjá börnum og unglingum vegna tölvunotkunar. Það er bandarískt að uppruna og er Ísland fyrsta landið sem fær forritið til nota á öðru tungumáli en ensku. Formlega var opnað fyrir notkun á forritinu í dag og spreyttu nemendur í 4. bekk Digranesskóla sig á æfingunum.

Hér eftir býðst því öllum íslenskum börnum og unglingum að nota forritið án endurgjalds og er það hugsað til notkunar í skólum og á heimilum.

Vefur Lýðheilsustöðvar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert