Myrkvað víða um land

Annað kvöld klukkan 22:00 - 22:30 verður slökkt á allri götulýsingu á höfuðborgarsvæðinu, frá Akranesi til Reykjanesbæjar og á öllum Suðurnesjunum. Dalvíkurbyggð, Borgarbyggð og Fljótsdalshérað taka einnig þátt.

Í fréttatilkynningu kemur fram að Þorsteinn Sæmundsson stjörnufræðingur mun lýsa himninum í beinni útsendingu á Rás 2.

Allir landsmenn eru hvattir til að taka þátt og slökkva ljós í heimahúsum. Enn fremur eru fyrirtæki til að slökkva á allri sinni lýsingu.

Haldið verður stjörnuteiti í Elliðaárdalnum í tilefni myrkvans á fimmtudaginn við minjasafn Rafstöðvar við Elliðaár. Það hefst klukkan 21:00 og stendur fram eftir kvöldi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert