Árni Johnsen stefnir á eitt af fyrstu sætunum í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi. Þetta kom fram í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld. Árni er fyrrverandi alþingismaður og fékk uppreisn æru í ágúst s.l. vegna tveggja ára fangelsisrefsingar sem Hæstiréttur dæmdi hann í hinn 6. febrúar 2003. Árni segir um 1.100 manns hafa skorað á sig að bjóða sig fram til þingmennsku.