Dögg Pálsdóttir sækist eftir 4. sæti

Dögg Pálsdóttir.
Dögg Pálsdóttir. mbl.is

Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður hefur ákveðið að sækjast eftir 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem haldið er vegna alþingiskosninganna í vor. Dögg er lögfræðingur frá Háskóla Íslands og stundaði framhaldsnám við Stokkhólmsháskóla og lauk meistaranámi í heilbrigðisfræðum (MPH) frá Johns Hopkins háskólanum í Bandaríkjunum.

Hún varð héraðsdómslögmaður 1982 og hæstaréttarlögmaður 1994. Dögg er hæstaréttarlögmaður í Reykjavík og hefur um tíu ára skeið rekið eigin lögmannsstofu og fasteignasölu. Þá er hún aðjúnkt við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Áður var hún skrifstofustjóri laga- og alþjóðasviðs heilbrigðis- og trygginga¬mála¬ráðuneytisins.

Dögg hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum, m.a. verið formaður Lögfræðingafélags Íslands og Umhyggju, félags til stuðnings langveikum börnum, setið í Fjölskylduráði, úrskurðarnefnd í vátryggingarmálum, úrskurðarnefnd starfsmannalaga, stjórn Malbikunarstöðvarinnar Höfða ehf., stjórn Skráningarstofunnar hf., stjórn Menningarsjóðs útvarsstöðva, verið formaður bótanefndar, barnaverndarnefndar Reykjavíkur og úrskurðarnefndar Þjóðkirkjunnar.

Þá hefur Dögg gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, m.a. sem varaformaður Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík,

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert